Að geta tjáð sig óháður

Square

Þessi vefsíða mín verður vettvangur persónulegrar tjáningar minnar í máli og myndum.  Það er gott að eiga heimili og þessi síða verður einskonar heimili þess sem ég vil tjá á netinu. Stundum skrifa ég í dagblöð og opinbera vefmiðla og þjónar það ákveðnum tilgangi, þ.e. að ná til fleira fólks. Hér skrifa ég meira í „einrúmi“ og á mínum forsendum.  Birti einnig myndir og stundum gröf, sem maður hefur ekki eins frjálsar hendur með hjá miðlum annarra.

Skrif á Fésbókinni eru vel tengd við fésbókarvini og jafnvel víðar (eftir stillingu) en þar eru þau í ákveðnu vina-rými sem endurspeglar ekki almennan aðgang.  Heimasíða á gamla mátann „velur“ ekki óhorfandann eða lesandann. Ég vil skrifa eitthvað á slíkum vettvangi og halda til haga þeim skrifum mínum sem passa ekki annarsstaðar eða geta átt tvo eða fleiri birtingarstaði.

Janúar 2018 –  Svanur Sig.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *