Um

Square

Svanur Sigurbjörnsson

Læknir, fjölskyldumaður og húmanisti.

Helstu svið á sviði lækninga: Lyflækningar og eiturefnafræði. Mikið starfað á bráðamóttökum (New York og Reykjavík) og heilsugæslum (lengst af í Mosfellsbæ).   Læknifræði frá HÍ 1994, BS sama ár.  Lækningaleyfi í sept 1995. Lyflækningar í New York (Lincoln Medical & Mental Health Center) 1998-2001. Sérfræðipróf í lyflækningum hjá American Board of Internal Medicine, október 2001.  Klínísk eiturefnafræði frá Cardiff Háskóla 2014.

Félags- og baráttumál innan heilbrigðismála:

  • Fræðsla um og barátta gegn gervivísindum, gervifræðigreinum og heilsufalsi og svikum frá 2005.  Starfað innan félaga og hópa sem hafa þessi markmið í stefnuskrám sínum, m.a. Upplýst hópinum. Sjá upplyst.org.
  • Siðfræði.  Seta í siðfræðiráði Læknafélags Íslands frá 2013 og formennska í ráðinu frá 2015.

Kennsla á sviði heilbrigðismála:

  • Aðjúnkt við Læknadeild HÍ við kennslu í siðfræði í samskiptakúrs deildarinnar frá hausti 2016.  Kennsla á fyrsta, öðru og fjórða ári.
  • Eiturefnafræði við Læknadeild HÍ – stundakennsla 2014-2017.

Hugvísindi

  • Prisma – diplómanám í heimspeki og listfræði frá HB/KHÍ 2009.
  • Lýk BA í heimspeki sem aðalfag (120 einingar) við Heimspekideild HÍ vorið 2018.
  • Legg stund á MA nám í hagnýttri lífsiðfræði (siðfræði heilbrigðismála) við HÍ.  Áætluð námslok vorið 2019.

Félags- og baráttumál á sviði húmanisma

  • Stjórnarseta í Siðmennt árin 2005-2013, m.a. gjaldkeri félagsins í 4 ár.  Margvísleg skrif og fyrirlestrar fyrir félagið. Virk þátttaka í baráttunni fyrir lögum um skráningu veraldlegra lífsskoðunarfélag (sem voru sett í janúar 2013) og veraldlegu skólahaldi.  Stundakennari við fermingarfræðslu Siðmenntar í um 5 ár. Hafði umsjón með stofnsetningu athafnaþjónustu Siðmenntar sem hóf starfsemi sína formlega 29. maí 2008. Útbjó íslenskt grunnefni fyrir veraldlegar nafngjafir, giftingar og útfarir og hannaði lógó félagsins sem var við gildi 2008 – 2016. Umsjón með starfsemi  og kennslumálum athafnaþjónustunnar 2008 – 2015. Var athafnarstjóri við fyrstu útförina á vegum Siðmenntar. Fagstjóri athafnaþjónustu Siðmenntar 2015-2016.  Meðlimur og óformlegur forsvarsmaður Athafnaráðs Siðmenntar frá 2016.  Fékk „Sérstakar þakkir“ tjáðar í formlegu viðurkenningarskjali veittar á aðalfundi Siðmenntar 2017, fyrir félagsstarf á vegum félagsins. Hef sótt þing alþjóðasamtaka húmanista (IHEU) sem einn af fulltrúum félagsins 2011 og 2014.